upload close

Kjörís

Fjölskyldufyrirtæki frá upphafi

Kjörís hóf starfsemi 31. mars 1969 í Hveragerði. Stofnendur fyrirtækisins voru Gylfi og Bragi Hinrikssynir ásamt Hafsteini, Guðmundi og Sigfúsi Kristinssonum. Frumkvöðlar að stofnun Kjöríss voru Hafsteinn, mjólkurtæknifræðingur og Gylfi, véltæknifræðingur. Hafsteinn hafði starfað hjá Búnaðarsambandi Íslands og Osta- og smjörsölunni áður en hann stofnaði Ostagerðina hf. í Hveragerði 1966 sem hann rak í 2 ár. Gylfi rak heildsölu í Reykjavík, G.Hinriksson hf., ásamt því að hafa komið að rekstri Rjómaísgerðarinnar í upphafi sem var fyrsta ísgerð landsins.

Í rúmlega fjörtíu ára sögu Kjöríss hafa safnast margar myndir.
Smelltu hér til að skoða gamlar myndir frá starfseminni.

Stjórn og eigendur Kjörís ehf.

Ljósmynd: Geir Ólafsson

Ljósmynd: Geir Ólafsson

Sitjandi: Guðmundur Kristinsson og Laufey S. Valdimarsdóttir, stjórnarformaður
Standandi:  Aldís, Valdimar (starfandi framkvæmdastjóri, situr ekki í stjórn), Guðrún og Sigurbjörg Hafsteinsbörn