upload close

Sykurminni vörur

 • Það efni sem Kjörís notar sem “sætuefni” í ísinn er Maltitol.
 • Maltitol er náttúrulegt efni í flokki með alkahól-sykrum sem eru unnin úr plöntum eða sterkjum (maltitol er unnið úr sterkjum). Þó svo að nafnið gefi til kynna áfengi er lítil hætta á að geta orðið fyrir áhrifum af þessum “sætuefnum” en samlíkingin kemur út frá efnafræðilegri uppbyggingu.
 • Maltitol hefur ekki neikvæð áhrif á tannheislu.
 • Maltitol sætir um 75% á við sykur en næringargildi aðeins rúmur helmingur á við sykur (sjá töflu).
 • Blóðsykur hækkar mjög lítið af völdum Maltitol þar sem meltingarvegurinn á erfitt með upptöku og þar af leiðir skilar líkaminn um 90% af maltitolinu aftur frá sér.
 • Mikil neysla á maltitol getur valdið óþægindum í maga(gasmyndun) og jafnvel niðurgangi í slæmum tilfellum (þarf að borða ansi mikið af okkar ís til þess!).
 • Þar sem Kjörís merkir vörur sem „án viðbætts sykurs“ er átt við að enginn hvítur sykur er notaður í uppskrift (bara maltitol) en ekki má kalla vöruna sykurlausa þar sem mjólkursykur er í undanrennuduftinu sem við notum.
Ingredient Sweetness Cal/g
Sucrose(sykur) 100% 4
Maltitol Syrup 75% 3
Hydrogenated Starch Hydrolysate 33% 2.8
Maltitol 75% 2.7
Xylitol 100% 2.5
Isomalt 55% 2.1
Sorbitol 60% 2.5
Lactitol 35% 2
Mannitol 60% 1.5
Erythritol 70% 0.2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vörur „án viðbætts sykurs“.

 1. Ský – Vanilluís 1 ltr.
 2. Ský  – Jarðarberjaís 1 ltr
 3. Vélarís 6% ísblanda (án viðb.)
 4. 10 stk sykurminni Súkkul. flaugar (án viðb.)
 5. >Vanillu mötun.box, 50 stk.  (án viðb.sykurs)