upload close

Samstarfsaðilar

Kjörís hefur á undanförnum árum sótt æ meira inn á þau svið í markaðssetningu þar sem um samstarf fyrirtækja er að ræða á einhverju sviði. Sem dæmi um slíkt samstarf má nefna:


Nói Siríus

Árið 1992 hófst samstarf Nóa Síríus og Kjöríss þegar Konfekt veisluísterta var þróuð. Tertan er skreytt með konfektmolum frá Nóa og höfðu fyrirtækin samráð um hönnun tertunnar og umbúða. Pipp ís var framleiddur sem samstarfsverkefni fyrirtækjanna árið 1995 og síðan þá hafa verið framleiddar vörur eins og Sælumolar, Lúxus lakkrís pinnar, Púka skottís og fleira. Kjörís býður söluaðilum sínum einnig upp á kurl frá Nóa Sírúsi með ís úr vél.


Unilever

Kjörís flytur inn ísvörurnar frá Frisko sem eru heimsþekktar og fyrirtækið er eitt það stærsta á sínu sviði í dag. Saga ísframleiðslu fyrirtækisins nær aftur til ársins 1900 og hefur frá upphafi þróast og vaxið í vinsældum. Meðal vinsælla vara frá Frisko eru Magnum, Twister, Daim cone og Köbenhavner stang.


DDV

stendur fyrir De Danske Vægtkonsulanter sem á Íslandi er jafnan kennt við danska kúrinn eða Íslensku vigtarráðgjafana. Ísinn þeirra er útbúinn eftir annarri uppskrift en hefðbundinn ís og er bæði hitaeiningarsnauðari og fituminni.


Ben & Jerry´s

er bandarísk keðja sem er flestum Íslendingum kunnug þar sem vörumerkið er útbreytt og nýtur gríðarlegra vinsælda. Ísinn ber skemmtileg nöfn og er óhemju bragðgóður. Í Ben & Jerrys ísinn er aðeins notuð mjólk úr kúm þar sem engir hormónar eru notaðir við mjólkurframleiðsluna, auk þess inniheldur ísinn aðeins náttúruleg aukaefni. Fyrirtækið hefur oftsinnis verið útnefnt fyrirtæki ársins í Bandaríkjunum fyrir félagslega ábyrgð.