upload close

Uppruni íss

Saga íss nær aftur til fjórðu aldar fyrir Krist þegar Alexander mikli lá veikur með hita. Líflæknir hans brá á það ráð að setja ís saman við safa og ávexti og gefa Alexander til þess að reyna að ná hitanum niður. Upp frá því hóf Alexander að krefjast þess að fá drykki sína borna fram á klaka þótt sækja þyrfti klakann um langan veg til fjalla. Saga íss er slitrótt og til eru ennþá eldri sögur af því er klaka var blandað saman við safa.

Ísinn sjálfur þróaðist aðeins meira löngu síðar á Ítalíu þar sem farið var að gera tilraunir með að blanda ís, ávaxtasafa og mjólk saman. Á svipuðum tíma tók frystitækni stórstígum framkvæmdum í Bandaríkjunum, sem var nauðsynleg forsenda þess að ísinn eins og við þekkjum hann í dag yrði til. Þróun frystitækni hófst í byrjun nítjándu aldar en fyrsta ísvélin sem fór á markað var smíðuð árið 1851 í Baltimore í Bandaríkjunum. Í kringum aldamótin 1900 fór ísframleiðsla loks að taka stórstígum framförum þegar Ítalir tóku að flytjast til Bandaríkjanna, það leiddi jafnframt til þess að fjölbreytni íss jókst gífurlega. Ís varð almenn söluvara í Bandaríkjunum upp úr 1930 og var tæknin flutt til Íslands um þrjátíu árum síðar.