Fara í efni

Dubai ís frá Kjörís

03.11.2025

Dubai ís frá Kjörís

Kjörís hóf framleiðslu á Mjúkís með Dubai súkkulaði í júlí og hefur sá ís slegið í gegn hjá landanum og dósirnar rokið út. Í kjölfarið var ákveðið að gera einnig Lúxus pinna með Dubai súkkulaði og er sá pinni vinsælasta Lúxus varan okkar síðan hann kom á markað í september.

Dubai súkkulaðið er eins og nafnið gefur til kynna fundið upp í Dubai en það voru Sarah Hamouda og Nouel Catis Omamalin sem fundu upp á þessari pistasíu súkkulaði blöndu árið 2021. Súkkulaðið öðlaðist síðan heimsfrægð aðalega í gegnum samfélagsmiðla eins og TikTok og ruku vinsældir þess upp árin 2023 og 2024.
Dubai súkkulaðið kom svo hingað í ísinn í sumar og er ljóst að þetta á vel heima í ís því ísáhugamenn fá ekki nóg af þessari nýjustu vöru frá Kjörís.