Fara í efni

Kjörís í samstarfi við IceGuys

29.10.2025

Kjörís í samstarfi við IceGuys

Kjörís og IceGuys byrjuðu að ræða samstarf fyrir um 1 ári síðan enda lá beinast við að IceGuys myndu vera með sinn eiginn ís. Samstarfið hefur gengið eins og í sögu og hefur allt ferlið gengið mjög vel og eru allir aðilar sáttir við útkomuna.

IceGuys línan hjá Kjörís er með tvær flaugar, einn frostpinna og einn íspinna, 0,5 ltr ís og einnig ýmislegar ístegundir og vörur fyrir ísbúðirnar okkar, en þar hafa verið hannaðar sérstakar IceGuys íslínur.
Salan á ísnum hefur gengið einstaklega vel og hefur landinn verið duglegur að gæða sér á mismunandi IceGuys tegundum.

Strákarnir úr IceGuys mættu síðan á Kjörísdaginn í ágúst til að heilsa upp á áhorfendur og var nóg af fólki mætt til að taka myndir og spjalla við strákana og komust færri að en vildu.
Samstarfið hefur því gengið vel og geta landsmenn landsmenn haldið áfram að gæða sér á ekta IceGuys ís eins og þeir hafa gert síðustu mánuði.