Karfan er tóm.
04.04.2025
Mjúkís ársins 2025
Kjörís hefur í 20 ár komið með nýja bragðtegund á markaðinn í upphafi árs sem nefnd er Mjúkís ársins. Í ár varð fyrir valinu ís með kexi og karamellu sem við köllum Biskví. Á ísdeginum mikla í ágúst, síðastliðið sumar, var þessi bragðtegund á boðstólnum og voru vinsældirnar slíkar að allt kláraðist á met-tíma. Því var ákveðið í framhaldi af því að gera Biskví að Mjúkís ársins 2025.
