Karfan er tóm.
01.12.2025
Mjúkís ársins 2026 er mættur
Mjúkís ársins er valinn árlega af mjólkurfræðingum og bragðgæðingum Kjörís. Þetta árið varð fyrir valinu dúnmjúkur ís með kókos, möndlum og hvítu súkkulaði. Þetta er ís sem allir þurfa að smakka. Einstök upplifum sem vísar til hvítsúkkulaði konfekt mola eða kókosbollu bragðarefs. Hvor tveggja hefur notið mikilla vinsælda og við erum vissir um að þessi ís mun slá í gegn.
Mjúkís ársins hefur verið gefin út árlega í janúar, en sökum þess hve hátíðlegur þessi mjúkís er þótti okkur tilvalið að koma með hann fram fyrir jólin og gefa sem flestum tækifæri til að fagna nýju ári 2026 með mjúkís ársins 2026.