Karfan er tóm.
11.09.2024
Bestís
Í sumar tóku Kjörís og stúlkurnar í Teboðinu höndum saman og hófu samstarf um þróun íss. Mikil vöruþróunarvinna fór fram og ótal smakkfundir þar sem útkoman varð Bestís. Ís með hindberja og ostakökubragði, bleikur súkkulaðihjúpur ofan á og hvít súkkulaði hjörtu. Sannarlega vel heppnaður ís sem vakið hefur verðskuldaða athygli í verslunum og verið tekið afburða vel af ísþyrstum landsmönnum.